Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Valsgrýlan kveðin niður
Sunnudagur 18. ágúst 2013 kl. 21:51

Valsgrýlan kveðin niður

Valsgrýlan sem hafði verið að hrella Keflvíkinga að undanförnu var kveðin niður á Nettóvellinum í kvöld. Eftir þrjá tapleiki í röð sem gegn Hlíðarendapiltum, sem allir enduðu með 4-0 sigri þeirra rauðklæddu, náðu Keflvíkngar að svara fyrir sig með 2-0 sigri í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Leikurinn einkenndist af baráttu en undir lokin skoruðu Keflvíkngar tvö mörk sem færu þeim annan heimasigur sinn í röð og héldu jafnframt marki sínu hreinu.

Snemma leiks áttu Keflvíkingar skalla í slá þar sem boltinn virtist fara inn fyrir marklínuna. Hörður Sveinsson átti skallann og Keflvíkingar vildu fá mark. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu og áfram var markalaust. Töluverð harka var í tæklingum í fyrri hálfleik og lét Valsarinn Haukur Páll sérstaklega finna fyrir sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhann B. Guðmundsson átti hættulegt skot sem markvörður Valsmanna varði vel en annars var ekki mikið um hættuleg færi. Dómarinn hefði hæglega getað lyft a.m.k. gula spjaldinu á loft í fyrri hálfleik en það lét hann ógert. Satt best að segja var ekki mikið frásagnarvert

Strax í upphafi seinni hálfleiks áttu Valsarar skot í utanverðastöng á ramma Keflvíkinga en Valsmenn komu ákveðnir til leiks eftir hlé. Sóknir þeirra fóru að þyngjast þegar leið á leikinn og markið virtist liggja í loftinu. Það voru þó heimamenn sem áttu eftir að skora mörkin í þessum leik.

Keflvíkingar vöknuðu til lífsins rétt undir lokin en þeir skoruðu tvö mörk á tæpum tveimur mínútum og gerðu út um leikinn. Daníel Gylfason kom inn á sem varamaður fyrir Magnús Þorsteinsson á 68. mínútu. Hann skoraði mark af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Bojan Ljubicic sem átti skot sem var varið. Daníel var þarna að skora sit fyrsta mark í efstu deild en hann kom til uppeldisfélagsins Keflavíkur á dögunum eftir stutta dvöl hjá Njarðvík á láni.

Skömmu síðar skoraði Hörður Sveinsson skallamark eftir sendingu Arnórs Ingva en Hörður hafði skotið í stöngina nokkrum sekúndum áður. Fagnaðarlætin voru mikil hjá Keflvíkingum og á bekknum var sérstaklega kátt á hjalla. Þjálfarinn Kristján Guðmundsson lét þau orð falla eftir síðasta leik að Cocoa Puffs-kynslóðin hefði ekki staðið sig í tapleik gegn Fylki. Strákarnir í liðinu létu þjáfarann bókstaflega éta orðin ofan í sig en hann fékk Cocoa Puffs-sturtu þegar inn í klefa var komið. Hann mætti svo til þess að spjalla við fjölmiðlamenn með morgunkornið undir hendinni og var hinn hressasti.

Daníel Gylfason fagnar marki sínu í kvöld.

Hörður Sveinsson kastar sér fram og skallar tuðruna í bláhornið.

VF myndir: Páll Orri og Eyþór Sæm.