Valitor-bikarinn: Löng ferðalög fyrir Keflavík, Grindavík og Reyni

Nú fyrr í dag var dregið í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu en fjögur lið af Suðurnesjunum voru í pottinum að þessu sinni. Njarðvíkingar fá heimaleik gegn HK en Keflvíkingar fara á Egilsstaði og kljást við leikmenn Hattar. 
Grindvíkingar eiga sömuleiðis útileik en þeir ferðast norður og leika við KA-menn. Reynismenn heimsækja lærisveina Guðjóns Þórðarssonar í BÍ/Bolungarvík. Leikirnir fara fram miðvikudaginn 25. maí og fimmtudaginn 26. maí næstkomandi.
32-liða úrslit:
Njarðvík - HK
Breiðablik - Völsungur
Léttir - KFS
Fjölnir - Selfoss
BÍ/Bolungarvík - Reynir Sandgerði
Þór - Leiknir F.
ÍR - Þróttur
Berserkir - Fram
Valur - Víkingur Ó.
FH - Fylkir
KV - Víkingur R.
Kjalnesingar - ÍBV
Höttur - Keflavík
Haukar - KF
Stjarnan - KR
KA - Grindavík





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				