Byko
Byko

Íþróttir

Valgeir með 15 bingó á Landsbankamótinu
Þriðjudagur 12. desember 2006 kl. 14:21

Valgeir með 15 bingó á Landsbankamótinu

Landsbankabót Púttklúbbs Suðurnesja fór fram í síðustu viku þar sem Valgeir Sigurðsson nældi sér í hvorki fleiri né færri en 15 bingó eða holu í höggi. Valgeir varð hlutskarpastur í karlaflokki á 57 höggum en María Einarsdóttir sigraði kvennaflokinn á 63 höggum.

María fékk 10 bingó í mótinu en í 2. sæti í kvennaflokki varð Hrefna Sigurðardóttir á 65 höggum og Unnur Óskarsdóttir var í þriðja sæti á 67 höggum.

Í karlaflokki var Valgeir hlutskarpastur eins og áður greinir en í öðru sæti var Birkir Jónsson á 62 höggum og þriðja sætið skipaði Gústaf Ólafsson á 63 höggum.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25