Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Vafasöm vítaspyrna réði úrslitum fyrir norðan
Fufura er skeinuhættur leikmaður og skapar oft hættu upp við mark andstæðinganna, hann skoraði mark Reynis í gær gegn Þór.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 10:35

Vafasöm vítaspyrna réði úrslitum fyrir norðan

Baráttuglaðir Reynismenn eru úr leik í Mjólkurbikarnum

Reynir Sandgerði léku gegn Þór á Akureyri í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í gær. Það var ljóst fyrirfram að leikurinn væri Sandgerðingum í óhag en í bikarleikjum er ekkert öruggt. Reynismenn bitu frá sér og á 18. mínútu skoraði Elton Barros og kom þeim yfir, staðan óvænt 1:0 fyrir Reyni. Þórsarar réðu gangi leiksins en þó fengu Reynismenn sín færi og hefðu hæglega getað aukið forystuna. Eftir að fyriliðinn, Strahinja Pajic, meiddist í byrjun tók Birkir Freyr Sigurðsson við fyrirliðabandinu og var hann mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum. Birkir átti góðan leik og stýrði vörn Reynismanna sem Þórsarar áttu erfitt með að finna glufu á en á 78. mínútu tókst þeim það og náðu að jafna leikinn.

Framlenging

Eftir venjulegar leiktíma vara staðan 1:1 og því framlengt. Reynismenn stóðu vaktina í framlengingunni og allt stefndi í vítaspyrnukeppni þar til á 117. mínútu þegar dómari leiksins dæmdi mjög vafasama vítaspyrnu á Reyni sem Þórsarar skoruðu sigurmarkið úr. Sandgerðingar náðu ekki að svara þessu enda leiktíminn nánast liðinn og eru þeir því úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið þrátt fyrir góða frammistöðu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner