Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Vafasöm vítaspyrna réði úrslitum fyrir norðan
Fufura er skeinuhættur leikmaður og skapar oft hættu upp við mark andstæðinganna, hann skoraði mark Reynis í gær gegn Þór.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 10:35

Vafasöm vítaspyrna réði úrslitum fyrir norðan

Baráttuglaðir Reynismenn eru úr leik í Mjólkurbikarnum

Reynir Sandgerði léku gegn Þór á Akureyri í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í gær. Það var ljóst fyrirfram að leikurinn væri Sandgerðingum í óhag en í bikarleikjum er ekkert öruggt. Reynismenn bitu frá sér og á 18. mínútu skoraði Elton Barros og kom þeim yfir, staðan óvænt 1:0 fyrir Reyni. Þórsarar réðu gangi leiksins en þó fengu Reynismenn sín færi og hefðu hæglega getað aukið forystuna. Eftir að fyriliðinn, Strahinja Pajic, meiddist í byrjun tók Birkir Freyr Sigurðsson við fyrirliðabandinu og var hann mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum. Birkir átti góðan leik og stýrði vörn Reynismanna sem Þórsarar áttu erfitt með að finna glufu á en á 78. mínútu tókst þeim það og náðu að jafna leikinn.

Framlenging

Eftir venjulegar leiktíma vara staðan 1:1 og því framlengt. Reynismenn stóðu vaktina í framlengingunni og allt stefndi í vítaspyrnukeppni þar til á 117. mínútu þegar dómari leiksins dæmdi mjög vafasama vítaspyrnu á Reyni sem Þórsarar skoruðu sigurmarkið úr. Sandgerðingar náðu ekki að svara þessu enda leiktíminn nánast liðinn og eru þeir því úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið þrátt fyrir góða frammistöðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024