Útreið í Garðabænum
	Keflvíkingar fengu útreið í næst síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið tapaði þá 7-0 fyrir Stjörnunni í Garðabæ.
	
	Keflvíkingar ætla að toppa árið með hverju metinu á fætur öðru en þetta var versta tap liðsins í 55 ár.
	„Þetta er gjörsamlega til skammar, ég veit ekki hvað ég get sagt, ég er bara orðlaus. Menn hengja haus við minnsta bakslag og þannig hefur það verið í allt sumar. Það þarf margt að gera og breyta,“ sagði Jóhann B. Guðmundsson eftir leikinn gegn Stjörnunni.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				