UTPA fékk skell í síðasta leik ársins 2010
María Ben Erlingsdóttir fékk skell með bandaríska háskólaliðinu UTPA þann 30. desember og því kvaddi hún árið 2010 á beiskari nótunum. UTPA heimsótti Baylor skólann í Waco, Texas og steinlá 101-55.
María og Bianca Torre voru stigahæstar hjá UTPA báðar með 15 stig en María lék í 19 mínútur í leiknum. Hún tók einnig 4 fráköst og gaf eina stoðsendingu. UTPA kvaddi því fyrri hluta tímabilsins með 50% árangur, 8 sigra og 8 tapleiki.