Útnesjamenn í útlöndum
Jóhann B. Guðmundsson átti stoðsendingu í gær þegar lið hans GAIS, í sænsku úrvalsdeildinni, gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Häcken.
Jóhann lék í 60. mínútur í leiknum, rétt eins og í síðast leik gegn Häcken en liðin hafa nú mæst tvívegis á skömmum tíma. GAIS voru mun sterkari aðilinn í leiknum og átti Jóhann góðan fyrri hálfleik en hann er nú óðum að ná upp fyrra leikformi eftir meiðsli.
GAIS eru í 8. sæti sænsku deildarinnar með 17 stig og hafa leikið 14 leiki.
Ólafur Örn Bjarnason og félagar hans í norska toppliðinu Brann urðu að sætta sig við 0-1 tap á heimavelli gegn Start s.l. sunnudag. Ósigurinn kom þó ekki að sök og eru Brann enn í efsta sætinu í Noregi með 31 stig. Ólafur Örn lék allan leikinn. Lilleström, góðvinir Keflvíkinga, hafa 28 stig í 2. sæti deildarinnar og eiga leik til góða gegn Brann. Með sigri í næst leik komast þeir í toppsætið með Brann.
Lyn lagði Molde 2-0 á sunnudag þar sem Stefán Gíslason kom nokkuð við sögu en náði ekki að skora í leiknum. Lyn er í 8. sæti deildarinnar með 21 stig.
Hörður Sveinsson og Silkeborg hafa ekki átt góðu gengi að fagna í upphafi leiktíðar í Danmörku. Silkeborg hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum og hafa aðeins gert tvö mörk í þessum fjórum leikjum. Silkeborg laut í gras gegn AaB 0-2 á heimavelli s.l. sunnudag.
Jóhann lék í 60. mínútur í leiknum, rétt eins og í síðast leik gegn Häcken en liðin hafa nú mæst tvívegis á skömmum tíma. GAIS voru mun sterkari aðilinn í leiknum og átti Jóhann góðan fyrri hálfleik en hann er nú óðum að ná upp fyrra leikformi eftir meiðsli.
GAIS eru í 8. sæti sænsku deildarinnar með 17 stig og hafa leikið 14 leiki.
Ólafur Örn Bjarnason og félagar hans í norska toppliðinu Brann urðu að sætta sig við 0-1 tap á heimavelli gegn Start s.l. sunnudag. Ósigurinn kom þó ekki að sök og eru Brann enn í efsta sætinu í Noregi með 31 stig. Ólafur Örn lék allan leikinn. Lilleström, góðvinir Keflvíkinga, hafa 28 stig í 2. sæti deildarinnar og eiga leik til góða gegn Brann. Með sigri í næst leik komast þeir í toppsætið með Brann.
Lyn lagði Molde 2-0 á sunnudag þar sem Stefán Gíslason kom nokkuð við sögu en náði ekki að skora í leiknum. Lyn er í 8. sæti deildarinnar með 21 stig.
Hörður Sveinsson og Silkeborg hafa ekki átt góðu gengi að fagna í upphafi leiktíðar í Danmörku. Silkeborg hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum og hafa aðeins gert tvö mörk í þessum fjórum leikjum. Silkeborg laut í gras gegn AaB 0-2 á heimavelli s.l. sunnudag.