Útlendingarnir fengu síðustu kvöldmáltíðina í Lóninu
	Þrír erlendir leikmenn körfuknattleiksliðs Keflavíkur í Domino's deildinni fengu alvöru kvöldmáltíð síðasta daginn sem þeir voru í bænum en Keflvíkingar buðu þeim í kvöldverð í Bláa lóninu.
	
	Þeir Darrel Lewis, Billy Baptist og Michael Craion kunnu vel að meta kræsingarnar í Lava sal Bláa lónsins og nutu umhverfisins sem á sér ekki líkan í heiminum. Eins og fram hefur komið verða breytingar á útlendingamálum í körfunni á næsta ári en einungis verður leyfilegt að vera með einn útlending inn á í einu í hverjum leik. Keflvíkingar töpuðu sem kunnugt er gegn Stjörnunni í 8 liða úrslitum í svakalegri rimmu.
	
	Á myndinni eru stjórnarmenn í körfuknattleiksdeildinni, þeir Hermann Helgason, Margeir Margeirsson, Birgir Bragason og Sævar Sævarsson með leikmönnunum í Lava salnum.
	


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				