Útisigur hjá Keflavík í Lengjubikarnum
Keflavík vann góðan útisigur á Haukum í Lengjubikarnum í gærkvöldi, 79-90. Keflavík hafði fína forystu í hálfleik, 31-46, og var sigurinn aldrei í hættu. Michael Craion var sigurhæstur í liði Keflavíkur með 26 stig og tók auk þess 18 fráköst. Darrel Lewis kom næstur með 16 stig og svo Magnús Þór Gunnarsson með 15 stig.
Keflavík er á toppi A-riðils með 8 stig eftir fimm leiki. Grindavík er með 6 stig en á leik til góða gegn Skallagrími í kvöld. Njarðvík á einnig leik í kvöld en þá mætir liðið Val að Hlíðarenda.
Haukar-Keflavík 79-90 (13-23, 18-23, 20-19, 28-25)
Stigaskor Keflavíkur: Michael Craion 26/18 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 16/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 15/4 fráköst, Stephen Mc Dowell 12/4 fráköst, Valur Orri Valsson 6, Snorri Hrafnkelsson 5, Ragnar Gerald Albertsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 2, Andri Þór Skúlason 2, Andri Daníelsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 2/7 fráköst.
Staðan í A-riðli:
1 Keflavík 5 4 1 502 - 411 8
2 Grindavík 4 3 1 392 - 309 6
3 Haukar 5 1 4 363 - 474 2
4 Skallagrímur 4 1 3 332 - 395 2