Útisigur gegn Augnablik
Keflvíkingar í fjórða sæti 1. deildar kvenna
Keflvíkingar unnu 0-1 sigur á útivelli gegn liði Augnabliks í 1. deild kvenna í fótbolta í gær. Það var hin 15 ára Katla María Þórðardóttir sem skoraði sigurmark Keflvíkinga í síðari hálfleik. Eftir sigurinn eru Keflvíkingar í fjórða sæti og eiga leik til góða á Augnablik sem sitja í næsta sæti fyrir ofan.