Útileikir hjá Suðurnesjaliðunum í kvöld
Heil umferð fer fram í kvöld í Dominos deild kvenna í körfubolta og spila öll Suðurnesjaliðin á útivelli í þetta skiptið. Grindavík sækir Hauka heim í Schenkerhöllina, Keflavík mætir Stjörnunni í Ásgarði og Njarðvík mætir Val í Valshöllinni. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Njarðvíkingar leika án síns besta leikmanns, Carmen Tyson-Thomas, sem meiddist í bikarleiknum gegn Grindavík um síðustu helgi. Óvíst er hve lengi hún verður frá.