Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Útileikir hjá Suðurnesjaliðunum í dag
Sunnudagur 18. maí 2008 kl. 13:34

Útileikir hjá Suðurnesjaliðunum í dag

Önnur umferð í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu hefst í dag og mæta Keflvíkingar Blikum á Kópavogsvelli kl. 19:15. Fjórir leikir fara fram í dag en umferðinni lýkur á morgun.
 
Keflvíkingar máttu þola nauman 2-1 ósigur gegn KR á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í fyrstu umferð en Blikar skelltu nýliðum Aftureldingar 3-1.
 
Þá er heil umferð í 1. deild karla í dag þar sem Njarðvíkingar mæta Víkingum frá Ólafsvík á Ólafsvíkurvelli kl. 16:00. Njarðvíkingar gerðu markalaust jafntefli við Stjörnuna í fyrstu umferð og eru fyrir þessa aðra umferð í dag í 8. sæti deildarinnar með eitt stig.
 
VF-Mynd/ jbo@vf.isVesna kom Keflavík í 1-0 gegn KR í fyrstu umferðinni en næstu tvö mörk komu frá Vesturbæjarliðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024