Útiæfingar í golfi að hefjast
				
				Golfklúbbur Suðurnesja hélt fyrir skömmu tveggja daga púttmót fyrir börn og unglinga.  Þetta var síðasta innipúttmót vetrarins, en sumarstarfið hefst með útiæfingum í næstu viku.Í eldri flokki 13 ára og eldri sigraði Ragnar Örn Rúnarsson og hann var jafnframt með flest bingó.  Í öðru sæti var Héðinn Eiríksson og Þórður Ás Þórsson hafnaði í þriðja sæti.  Í yngri flokki sigraði Alfreð Elíasson, í öðru sæti var Ingimundur Guðjónsson og Aðalsteinn Axelsson var í þriðja sæti.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				