Úrvalsdeildardraumar Reynis úti
Draumur Reynismanna um að koma liðinu upp í úrvalsdeild fjaraði út í gær þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn, 67:76. Reynismenn töpuðu fyrri leiknum á Þorlákshöfn og töpuðu því einvíginu 2-0. Reynir tapaði síðustu fimm leikjum deildarinnar og hafa þar að leiðandi tapað sjö leikjum í röð, eða öllum leikjum liðsins frá því að Jóhannes Kristbjörnsson meiddist.Örvar Kristjánsson var stigahæstur í liði Reynismanna sem fyrr en hann skoraði 23 stig í leiknum.