Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 8. mars 2001 kl. 13:50

Úrslitin ráðast í kvöld

Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ þarf að halda sig á tánum í kvöld því deildarmeistaratitillin í EPSON deildinni í körfuknattleik verður afhentur, annað hvort Njarðvíkingum í Grindavík eða KR-ingum á Sauðarkróki. Hvernig gamla langskyttan úr Hafnarfirði hyggst leysa vandann er á leyndu en líkurnar eru Njarðvíkurmegin. KR-ingar hafa að vísu verið að leika með afbrigðum vel að undanförnu en þeir eru að leika gegn Tindastól, sem hefur þriðja sætið að verja, á Sauðarkróki en þangað hafa fá lið sótt stig á undanförnum árum. Njarðvíkingar stjórna eigin framtíð ef svo mætti segja, þeir þurfa aðeins að sigra í Grindavík og titillinn er þeirra. Þrátt fyrir að Grindvíkingar sitji í 7. sæti deildarinnar eru þeir með hættulega gott lið, sérstaklega á heimavelli. Liðið er uppfullt af skyttum sem geta "dottið í stuð" og með tilkomu Williams Keys, enn einnar stórskyttunnar, kemur til með að reyna verulega á varnarleik Njarðvíkinga. Njarðvíkingar hafa misst niður að því er virtist örugga forystu í deildinni eftir slæma tapleiki gegn Haukum og KR og hver veit hvernig andlega ástandið er á þeim bænum. Keflvíkingar eru tveimur stigum frá toppnum en geta samt ekki unnið deildarmeistaratitilinn. Liðið sem mögulega kostaði þá dolluna mætir í heimsókn í kvöld, KFÍ frá Ísafirði, en Keflavík tapaði einmitt fyrir falliðinu í síðast leik sínum fyrir jól. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024