Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitin hefjast í kvöld
Mánudagur 21. apríl 2014 kl. 09:24

Úrslitin hefjast í kvöld

Sigra Grindvíkingar þriðja árið í röð?

Í kvöld hefst úrslitarimma Grindavíkur og KR í Domino's deild karla í körfubolta. Grindvíkingar eru að leika til úrslita þriðja árið í röð en þeir hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum síðustu tvö árin. Grindvíkingar minntu rækilega á sig með sannfærandi sigri á Njarðvík í oddaleik á dögunum og segja má að þeir fari inn í úrslitin á mikilli siglingu gegn ríkjandi deildarmeisturum.

Flestir leikmenn þeirra gulklæddu hafa verið að leika afar vel að undanförnu og hafa nokkrir þeirra hreinlega farið á kostum. Það má því búast við hörkuleik í kvöld en margir svokallaðir sérfræðingar hafa verið á því að KR muni binda enda á veru Íslandsmeistarabikarsins í Röstinni. Leikið er í Vesturbænum að þessu sinni og hefjast leikar klukkan 19:15 að venju. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024