Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitin hefjast í dag
Sunnudagur 30. mars 2008 kl. 13:30

Úrslitin hefjast í dag



Keflavík og KR mætast í dag í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik kvenna.

Leikið verður í Toyotahöllinni í Keflavík, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitilinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og lögðu Íslandsmeistara Hauka með sannfærandi hætti í undanúrslitum, 3-0.

Nýliðar KR eru hins vegar með afar öflugt lið þar sem Hildur Sigurðardóttir fer fremst í flokki ásamt Candace Futrell. Þær lögðu bikarmeistara Grindavíkur að velli í spennandi rimmu í undanúrslitum, 3-2.


Leikurinn fer fram í Toyaotahöllinni, eins og áður sagði, og hefst leikurinn kl. 16 í dag.