Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Úrslitastundin runnin upp
Föstudagur 2. september 2005 kl. 09:59

Úrslitastundin runnin upp

Í kvöld mæta Njarðvíkingar toppliði Leiknis í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 18:00 á Leiknisvelli en heimamönnum dugir jafntefli til þess að tryggja sér sigur í deildinni og sæti í 1. deild að ári.

Stjarnan á nokkuð auðveldan heimaleik gegn Leiftri/Dalvík en norðanmenn eru á botni deildarinnar og munu leika í 3. deild að ári nema að kraftaverk komi til. Eina von Njarðvíkinga til þess að komast upp í 1. deildina á ný er sigur gegn Leikni í kvöld.

„Öll leiktíðin eins og hún leggur sig er í veði í kvöld, það er stígandi í liðinu og við höfum verið að spila þokkalega undanfarið,“ sagði Snorri Már Jónsson, fyrirliði Njarðvíkinga, í samtali við Víkurfréttir. „Ég sé Leiftur/Dalvík ekki vinna Stjörnuna í Garðabænum þannig að við verðum bara að vinna Leikni í kvöld. Ef við spilum eins og menn og látum boltan rúlla vel þá á þetta eftir að ganga upp. Eins verðum við að nýta færin okkar og halda haus allar 90 mínúturnar,“ sagði Snorri.

Aðspurður um framhaldið sagðist Snorri ekki vita hvað yrði. „Ég einbeiti mér bara að því að klára þessa leiktíð af fullum krafti og svo skoða ég framhaldið eftir það,“ sagði Snorri að lokum.

Staðan í deildinni

VF-mynd/ Snorri Már Jónsson (t.v.)







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024