Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitastund í körfunni
Föstudagur 1. apríl 2005 kl. 15:49

Úrslitastund í körfunni

Með öruggum sigri á ÍR-ingum 72-97 í Seljaskóla á þriðjudag tryggðu Keflvíkingar sér í úrslita einvígi við Snæfell. Liðin mættust einnig í úrslitum Intersport-deildarinnar í fyrra þar sem Keflvíkingar unnu 3-1 í viðureignum og urðu í kjölfarið Íslandsmeistarar og gjörþekkja því liðin hvort annað.

Keflvíkingar unnu báðar viðureignir liðanna í deildinni í vetur en það telur ekki í úrslitunum. Falur Harðarson sagði eftirfarandi um einvígið: „Við erum búnir að vinna þá tvisvar í vetur og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og mér er alveg sama hvernig við förum að því”.

Fyrsti leikur liðanna er í kvöld klukkan 19:15 í Sláturhúsinu í Keflavík, annar leikurinn er mánudaginn 4. apríl í Stykkishólmi klukkan 19:00 og þriðji leikur liðanna fer fram í Keflavík fimmtudaginn 7. apríl klukkan 19:00. Ef með þarf verður svo leikið laugardaginn 9. apríl í Stykkishólmi klukkan 14:00 og í Keflavík mánudaginn 11. apríl klukkan 19:15.

VF-Mynd: Magnús Gunnarsson í eldlínunni gegn ÍR í Sláturhúsinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024