Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitastund Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld
Föstudagur 23. mars 2018 kl. 09:17

Úrslitastund Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld

- Bæði lið eru 2-0 undir

Grindavík og Keflavík leika í kvöld sinn þriðja leik í átta liða úrslitum Domino’s-deildar karla í körfu. Grindavík fer til Sauðárkróks og mætir Tindastól en Keflavík fer á Ásvelli og mætir Haukum.

Njarðvík datt úr úrslitarimmunni í gær og er því komið í sumarfrí en bæði Keflavík og Grindavík eru 2-0 undir í sínum viðureignum og gætu því einnig farið í sumarfrí í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef bæði liðin detta út í kvöld, þá er það í fyrsta sinn sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitum úrslitakeppninnar, frá því a hún var sett af stað.

Leikirnir hefjast báðir kl. 19:15 og fjallað verður um þá á vef Víkurfrétta að þeim loknum.