Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitaleikur Lengjubikarsins í Laugardal
Miðvikudagur 4. apríl 2018 kl. 14:11

Úrslitaleikur Lengjubikarsins í Laugardal

- Óli Stefán besti þjálfari undirbúningstímabilsins

Grindavík mætir Val í úrslitum Lengjubikars karla næstkomandi mánudag en leikurinn, sem átti að fara fram á Valsvellinum hefur verið færður á Eimskipsvöllinn í Laugardal. Grindavík hefur átt góðu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu en á sérstakri vetrarverðlaunahátíð fótbolta.net var Björn Berg Bryde, miðvörður Grindvíkinga valinn besti leikmaður undirbúningstímabilsins, ásamt því fékk hann verðlaun sem besti varnarmaðurinn, þá var Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur valinn besti þjálfarinn.

Leikur Grindavíkur og Vals fer fram mánudaginn 9. apríl kl. 19:30 á Eimskipsvellinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024