Úrslitaleikur í kvöld
- Fimmti leikur Keflavíkur og Hauka
Keflavík mætir Haukum í fimmta og síðasta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino´s-deildarinnar í körfu í kvöld.
Bæði lið hafa unnið tvo leiki og verður því boðið upp á hreinan úrslitaleik.
Keflavík kom ákveðið til baka í rimmunni og vann þriðja og fjórða leikinn eftir að hafa verið 2-0 undir. Ljóst er að hart verður barist enda sæti í fjögurra liða úrslitum undir.
Leikurinn hefst kl 19:15 og fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.