Úrslitaleikur í Digranesi
Keflavíkurkonur mæta Haukum í úrslitaleik Poweradebikarsins í kvennakörfuknattleik á morgun. Leikurinn hefst kl. 14:00 í Digranesi og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Á leið sinni í úrslitaleikinn sigraði Keflavík ÍS og Haukar lögðu Grindavík. Keflavík og Haukar mættust fyrr í vikunni í Sláturhúsinu þar sem Haukar unnu góðan sigur á Íslandsmeisturunum 60-75. Það verður því hörkuleikur í Digranesi á morgun og ljóst að Keflavík verður að brydda upp á einhverju nýju til þess að leggja sterkt lið Hauka að velli.
Á leið sinni í úrslitaleikinn sigraði Keflavík ÍS og Haukar lögðu Grindavík. Keflavík og Haukar mættust fyrr í vikunni í Sláturhúsinu þar sem Haukar unnu góðan sigur á Íslandsmeisturunum 60-75. Það verður því hörkuleikur í Digranesi á morgun og ljóst að Keflavík verður að brydda upp á einhverju nýju til þess að leggja sterkt lið Hauka að velli.