Úrslitaleikir í Poweradebikarkeppninni í dag
Í dag fara fram úrslitaleikir í Poweradebikar karla og kvenna en báðir leikir verða í Laugardalshöll. Klukkan 14:00 leika Haukar og Keflavík til úrslita í Poweradebikar kvenna. Það má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Þessi lið háðu mikla baráttu um flesta titla á síðustu leiktíð og þá höfðu Haukastúlkur betur.
Klukkan 16:00 leika svo KR og Snæfell til úrslita um Poweradebikar karla og eins og hjá stúlkunum má búast við miklum slag. Þessi lið mættust einmitt sl.vor í stórskemmtilegum leikjum í 4-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar og þá voru það KR-ingar sem höfðu betur.
Báðir leikir verða í beinni útsendingu á RÚV