Úrslitakeppnir í körfunni byrja í þessari viku
Nú er hápunktur körfuknattleikstímabilsins að hefjast þegar úrslitakeppnir deildanna hefjast í þessari vikur. Í Subway-deildum karla og kvenna eiga Suðurnesjaliðin sína fulltrúa, hjá körlunum eru öll Suðurnesjaliðin í úrslitakeppninni; Njarðvík, Keflavík og Grindavík, en hjá konunum er Njarðvík eina liðið sem komst áfram. Þá er lið Þróttar úr Vogum að leika til úrslita í 2. deild karla.
Ármann - Þróttur 102:77
(21:16, 30:16, 25:24, 26:21)
Þróttur mætti Ármanni í úrslitum 2. deildar í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær. Ármann hafði betur í leiknum og hefur nú einn sigur en fyrra liðið til að vinna tvo leiki vinnur deildina og leikur í 1. deild á næsta ári.
Annar leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn í Vogabæjarhöllinni og hefst klukkan 19:15. Vinni Þróttur þann leikur og jafnar einvígið verður leikinn oddaleikur laugardaginn 9. apríl klukkan 19:15 í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna:
Njarðvík mætir Fjölni í kvöld klukkan 18:15 í fyrst leik úrslitakeppni Subway-deildar kvenna, annar leikur liðanna verður í Ljónagryfjunni fimmtudaginn 7. apríl klukkan 20:15.
Úrslitakeppni Subway-deildar karla:
Tindastóll - Keflavík | Sauðárkrókur 5. apríl klukkan 18:15
Njarðvík - KR | Ljónagryfjan 6. apríl klukkan 18:15
Þór Þorlákshöfn - Grindavík | Þorlákshöfn 6. apríl klukkan 20:15