Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitakeppnin: Tveir leikir á Suðurnesjum
Laugardagur 24. mars 2007 kl. 13:21

Úrslitakeppnin: Tveir leikir á Suðurnesjum

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni í körfuboltanum í dag og verða þeir báðir á Suðurnesjum. Í Grindavík mætast heimakonur og Keflavík kl. 15:30 í sínum öðrum leik en í Njarðvík mætast Íslandsmeistararnir og Grindavík í sínum fyrsta leik í undanúrslitum karla. Leikurinn í Njarðvík hefst kl. 18:00.

Keflavíkurkonur leiða einvígið gegn Grindavík 1-0 eftir 87-84 sigur í fyrsta leik liðanna í Keflavík eftir dramatískar lokamínútur. Gera má ráð fyrir hörkuleik í Grindavík í dag en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslit.

Í Ljónagryfjunni verður fyrsti leikurinn í undanúrslitum í Iceland Express deild karla og þar rétt eins og í kvennaboltanum þarf þrjá leiki til þess að komast áfram. Njarðvík vann báða deildarleiki liðanna en síðan þá hafa Grindvíkingar tekið stórstígum framförum og má búast við skemmtilegri rimmu þessara Suðurnesjaliða.

Kvennabolti:
Grindavík-Keflavík
Röstin Grindavík kl. 15:30

Karlabolti:
Njarðvík-Grindavík
Ljónagryfjan Njarðvík kl. 18:00

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024