Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitakeppnin klár - Keflavík mætir Stjörnunni
Magnús Gunnarsson og félagar mæta Stjörnunni.
Sunnudagur 17. mars 2013 kl. 22:00

Úrslitakeppnin klár - Keflavík mætir Stjörnunni

Sigurganga Njarðvíkinga á enda

Lokaumferðin í Dominos deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku. 

Grindavík mætir nýliðum Skallagríms í 8-liða úrslitum og hefur heimaleikjarétt sem deildarmeistarar. Njarðvík á erfiða leiki framundan gegn Snæfelli og Keflavík leikur gegn Stjörnunni. Njarðvík og Keflavík hefja sínar viðureignir á útivelli. Tvo sigra þar til að komast í undanúrslit. Grindavík er ríkjandi Íslandsmeistari í körfuknattleik eftir að hafa lagt Þór Þorlákshöfn í úrslitaeinvíginu á síðast ári.

Úrslitakeppnin:
Grindavík - Skallagrímur
Þór Þorlákshöfn - KR
Snæfell - Njarðvík
Stjarnan - Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024