Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitakeppnin í körfu hefst í kvöld
Fimmtudagur 15. mars 2018 kl. 11:54

Úrslitakeppnin í körfu hefst í kvöld

Í kvöld hefst úrslitakeppnin í Domino´s-deild karla í körfu og fer Njarðvík í heimsókn í Frostaskjólið en þar mæta þeir Íslandsmeisturum KR.

Njarðvík endaði í fimmta sæti deildarinnar og náði því ekki að tryggja sér heimaleikjarétt í rimmunni. KR hefur unnið báðar viðureignir liðanna í vetur en þó ekki með miklum mun, fyrri leikurinn vannst með átta stigum á meðan sá seinni endaði með fjögurra stiga mun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stuðningsmenn Njarðvíkur eru hvattir til þess að mæta í kvöld í Frostaskjólið og á heimasíðu Njarðvíkur eru þeir einnig hvattir til þess að mæta í grænu og styðja vel við sína menn.

Leikurinn hefst kl. 19:15.