Úrslitakeppnin hefst í kvöld
Deildarkeppninni í
Keflavík mætir Snæfell í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þar sem Snæfellingar hafa heimavallarréttinn fer leikur kvöldsins fram í Stykkishólmi og hefst hann kl. 19:15. Annar leikur liðanna fer fram í Sláturhúsinu á laugardag og hefst hann kl. 16:00.
Annað kvöld taka Njarðvíkingar á móti Hamri/Selfoss og að sögn Einars Árna Jóhannssonar verður Igor Beljanski klár í slaginn en hann reif magavöðva á dögunum og hefur verið að jafna sig af þeim meiðslum. Grindvíkingar mæta Skallagrím í Borgarnesi annað kvöld þar sem Borgnesingar hafa heimavallarréttinn en Grindavík og Njarðvík leika sinn annan leik í úrslitakeppninni á sunnudag og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Njarðvíkingar eru núverandi Íslandsmeistarar og eiga titil að verja en þeim var spáð sigri í Íslandsmótinu fyrir þessa leiktíð sem og á blaðamannafundi sem fram fór í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag.
VF-mynd/ [email protected] - Nokkrir af leikmönnum karlaliðanna sem taka þátt í úrslitakeppninni