Úrslitakeppnin hefst í kvöld
Njarðvíkingar fá Hamarsmenn í heimsókn í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni EPSON deildarinnar en aðaleikir kvöldsins verða í Grindavík þar sem Keflvíkingar mæta með nýjan útlending og á Sauðarkróki þar sem KR-ingar tefla fram Baldri Ólafssyni gegn Tindastól. Í Hafnarfjörð mæta síðan Þórsarar í sinni fyrstu úrslitakeppnisheimsókn til margra ára.