Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitakeppnin hefst á fimmtudagskvöld
Þriðjudagur 13. mars 2007 kl. 16:33

Úrslitakeppnin hefst á fimmtudagskvöld

Blaðamannafundur Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag þar sem farið var yfir helstu þættina er varða úrslitakeppnina í Iceland Express deild karla sem hefst næstkomandi fimmtudag. Sjónvarpsstöðin SÝN mun standa fyrir fjölmörgum beinum útsendingum í úrslitakeppninni og þá mun Iceland Express einnig bjóða upp á veglega skotleiki þar sem glæsileg verðlaun verða í boði.

 

Fyrstu tveir leikirnir fara fram á fimmtudagskvöld þegar KR tekur á móti ÍR í DHL-Höllinni í Vesturbænum og hefst sá leikur 20:00 og er í beinni útsendingu á SÝN. Fyrr um kvöldið eða kl. 19:15 hefst leikur Keflavíkur og Snæfells í Stykkishólmi. Njarðvík mætir Hamri/Selfoss á föstudagskvöld í Ljónagryfjunni og Skallagrímur tekur á móti Grindavík í Borgarnesi og hefjast báðir leikirnir kl. 19:15.

 

Iceland Express tilkynnti á blaðamannafundinum að sú nýbreytni yrði tekin upp í úrslitakeppninni að áhorfendur fengju að spreyta sig á Borgarskotinu. Áhorfendur verða þá dregnir út á leikjum og þeim boðið að skjóta, karlmönnum frá miðju en konum og börnum frá þriggja stiga línunni, og ef þau hitta fá þau borgarferð til erlendra stórborga í gjöf frá Iceland Express. Fjórir einstaklingar verða dregnir út í hverjum leik til þess að skjóta svo körfuknattleiksunnendur ættu að drífa sig hið fyrsta og æfa langskotin.

 

Þá kom einni fram á blaðamannafundinum að verðlaunaafhendingar fyrir efstu leikmenn í hverjum tölfræðiþætti á leiktíðinni myndu ekki fara fram á lokahófi KKÍ heldur yrði reynt að veita viðkomandi aðilum viðurkenningar í sínum heimaleikjum í úrslitakeppninni.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024