Úrslitakeppnin hefst á fimmtudagskvöld
Blaðamannafundur Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag þar sem farið var yfir helstu þættina er varða úrslitakeppnina í
Fyrstu tveir leikirnir fara fram á fimmtudagskvöld þegar KR tekur á móti ÍR í DHL-Höllinni í Vesturbænum og hefst sá leikur 20:00 og er í beinni útsendingu á SÝN. Fyrr um kvöldið eða kl. 19:15 hefst leikur Keflavíkur og Snæfells í Stykkishólmi. Njarðvík mætir Hamri/Selfoss á föstudagskvöld í Ljónagryfjunni og Skallagrímur tekur á móti Grindavík í Borgarnesi og hefjast báðir leikirnir kl. 19:15.
Þá kom einni fram á blaðamannafundinum að verðlaunaafhendingar fyrir efstu leikmenn í hverjum tölfræðiþætti á leiktíðinni myndu ekki fara fram á lokahófi KKÍ heldur yrði reynt að veita viðkomandi aðilum viðurkenningar í sínum heimaleikjum í úrslitakeppninni.