Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 27. mars 1999 kl. 22:04

ÚRSLITAKEPPNI KVENNA

Mótspyrna Grindvíkinga til sóma en 0-2 Grindvíkingar hefðu með einhverri heppni getað sigrað fyrri leik liðanna í Hagaskóla, nokkuð sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu. Hill bar liðið á herðunum og setti stigamet í úrslitakeppni kvenna með 37 stig en leikreynsla KR-inga og fullvissa langrar velgengni fleyttu þeim síðustu mínúturnar. Í Grindavík léku grindvískar rassinn úr buxunum með því að tapa boltanum enn oftar en slakir KR-ingar sem gáfu heimastúlkun næg tækifæri til að innbyrða sigurinn. Vörn Lindu Stefánsdóttur og í raun allra KR-ingana gegn hinni bandarísku Hill var við velsæmismörkin sem ákvörðuð voru í það minnsta kosti „ekki nema í fylgd með fullorðnum“ af dómurum leiksins. Keflavíkurstúlkur mættar til leiks Keflvíkingar hafa komist nálægt því að vinna Stúdínur í vetur en alltaf skort herslumuninn. Fyrsti leikur liðanna í Kennaraháskólanum var eitt dæmi þess (73-58) en í Keflavík sl. mánudag mætti ný tegund leikmanna á völlinn, nefnilega gamla Keflavíkurtýpan sem veit hvað hún vill og hvernig takmarkinu skal náð. Grjótharður varnarleikur og markviss sóknarleikur gerði hæfileikaríkt ÍS-lið að gjalti einu og 63-54 sigur staðreynd. Takist keflvískum jafnvel upp í kvöld spái ég KR-ingum talsverðum skjálfta í stúkunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024