Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 12. mars 2003 kl. 15:39

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst á þriðjudag

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfuknattleik hefst á þriðjudag. Þar mætast grannaliðin Keflavík og Njarðvík og KR og Grindavík. Keflavíkurstúlkur hafa verið með yfirburðarstöðu í deildinni í vetur og nokkuð ljóst að Njarðvíkurstúlkur eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Ekki bætir það úr skák að Eva Stefánsdóttir leikmaður Njarðvíkinga er meidd á öxl og leikur ekki meira með.Búast má við mikilli spennu í viðureign KR og Grindavíkur en KR-stúlkur hafa verið að koma sterkar inn í lok tímabilsins og eru til alls líklegar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024