Úrslitaeinvígi Keflavíkur og KR hefst í dag
Úrslitaeinvígi Keflavíkur og KR í 1. deild kvenna körfuknattleik hefst í kvöld kl. 17:30. Keflavíkurstúlkur eru komnar í úrslit eftir tvo sigra gegn nágrönnum sínum úr Njarðvík. Anna María Sveinsdóttir, þjálfari Keflavíkurstúlkna segist að vonum ánægð með það að vera komin í úrslit. „Við duttum út í fyrra þannig að þetta var alveg kærkomið“, segir Anna María í samtali við VF-sport.
Hún sagði að fyrri leikurinn við Njarðvík hafa verið vel leikinn hjá Keflavík. „Þær komust aldrei inn í þann leik þar sem við spiluðum mjög góða vörn og hittum vel. Í seinni leiknum spiluðum við ekki eins vel, við hittum mjög illa vorum að taka léleg skot en þær aftur á móti hittu mjög vel sérstaklega fyrir utan 3ja stiga línuna. Þann leik unnum við á fráköstunum og baráttu. Okkur langaði meira í úrslitin“.
Hvernig lýst þér á leikina við KR?
Mér líst mjög vel á þá leiki. Þetta hafa verið hörkuleikir þessir
tveir sem liðin hafa spilað eftir að KR liðið varð fullmannað, þannig að ég á ekki von á öðru en að þetta verði skemmtilegir úrslitaleikir.
Hvað leggur þú upp með fyrir leikina?
Þetta er allt undir okkur sjálfum komið, við vitum að við erum
illviðráðanlegar þegar við náum að spila okkar leik og allar spila saman sem lið. Um leið og við förum á eitthvað „egotripp" þá lendum við í vandræðum. Við verðum náttúrulega að stoppa kanann þeirra. Hún er mjög öflug inni í teignum og eins eru þær með sterka leikmenn innanborðs. Við erum með meiri breidd og við munum nýta okkur það.
Hefur þú áhyggjur af einhverju fyrir leikina?
Nei það er nú ekkert sem ég hef stórar áhyggjur af, ef liðið mætir
tilbúið í leikina þá hef ég engar áhyggjur.
Ætlið þið ykkur ekki sigur?
Ekki spurning, ætlum við ekki að vinna tvöfalt?
Hún sagði að fyrri leikurinn við Njarðvík hafa verið vel leikinn hjá Keflavík. „Þær komust aldrei inn í þann leik þar sem við spiluðum mjög góða vörn og hittum vel. Í seinni leiknum spiluðum við ekki eins vel, við hittum mjög illa vorum að taka léleg skot en þær aftur á móti hittu mjög vel sérstaklega fyrir utan 3ja stiga línuna. Þann leik unnum við á fráköstunum og baráttu. Okkur langaði meira í úrslitin“.
Hvernig lýst þér á leikina við KR?
Mér líst mjög vel á þá leiki. Þetta hafa verið hörkuleikir þessir
tveir sem liðin hafa spilað eftir að KR liðið varð fullmannað, þannig að ég á ekki von á öðru en að þetta verði skemmtilegir úrslitaleikir.
Hvað leggur þú upp með fyrir leikina?
Þetta er allt undir okkur sjálfum komið, við vitum að við erum
illviðráðanlegar þegar við náum að spila okkar leik og allar spila saman sem lið. Um leið og við förum á eitthvað „egotripp" þá lendum við í vandræðum. Við verðum náttúrulega að stoppa kanann þeirra. Hún er mjög öflug inni í teignum og eins eru þær með sterka leikmenn innanborðs. Við erum með meiri breidd og við munum nýta okkur það.
Hefur þú áhyggjur af einhverju fyrir leikina?
Nei það er nú ekkert sem ég hef stórar áhyggjur af, ef liðið mætir
tilbúið í leikina þá hef ég engar áhyggjur.
Ætlið þið ykkur ekki sigur?
Ekki spurning, ætlum við ekki að vinna tvöfalt?