Úrslit úr innanfélagsmóti Fimleikadeildar Keflavíkur
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur var haldið dagana 16 – 17. maí í Íþróttaakademínni. Mótið tókst vel í alla staði og iðkendur stóðu sig með stakri prýði. Eldri drengja hóparnir og hópfimleikarnir byrjuðu keppni á Miðvikudeginum. Þar voru keppendur frá aldrinum 9 – 24 ára, bæði byrjendur og þeir sem hafa mikla keppnisreynslu. Á fimmtudeginum var mikið fjör þar sem 5 ára iðkendur byrjuðu daginn snemma.
Börnin voru hæstánægð með allt. Þegar byrjendurnir voru búnir tók örlítið meiri alvara við, þar sem keppt var í ponsuæfingum. Það eru stúlkur á aldrinum 6 – 9 ára. Ekki er keppt til verðlauna þar sem Fimleikadeild Keflavíkur er fyrirmyndarfélag. Því fengu allir keppendur þátttökuverðlaunapening. Eftir hádegi byrjaði alvaran. Þar kepptu stúlkur sem keppa eftir Íslenska fimleikastiganum. Greinilegt var að keppendur hafa lagt mikið á sig í vetur og framfarirnar miklar. Keppt var í 2. – 5. þrepi og einnig 5. þrepi létt.
Innanfélagsmeistari að þessu sinni var Lilja Björk Ólafsdóttir.
6. þrep strákar eldri
1. sæti - Samúel Skjöldur Ingibjargarson
2. sæti - Atli Viktor Björnsson
3. sæti - Magnús Orri Arnarsson
Hópfimleikar:
1. sæti - SE1
2. sæti - SE2
3. sæti - VÓ1
Stelpur 6. þrep eldri
1. sæti - Svanhildur R. Kristjánsdóttir
2. sæti - Helena Rafnsdóttir
3. sæti - Lovísa Gunnlaugsdóttir
5. þrep létt:
1. sæti - Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir
2. sæti - Thelma Rún Eðvaldsdóttir
3. sæti - Edda Karlsdóttir
5. þrep:
1. sæti - Þórunn María Garðarsdóttir
2. sæti - Guðrún Hanna Jónsdóttir
3. sæti - Hildur Björg Hafþórsdóttir
4. þrep yngri:
1. sæti - Laufey Ingadóttir
2. sæti - Eva María Davíðsdóttir
3. sæti - Hjördís Lilja Traustadóttir
4. þrep:
1. sæti - Gyða Sveinbjörnsdóttir
2. sæti - Heiðrún Birta Sveinsdóttir
3. sæti - Sólrún Líf Kristbjörnsdóttir
3. þrep:
1. sæti - Kolbrún júlía Guðfinnsdóttir Newman
2. sæti - Katla Björk Ketilsdóttir
3. sæti - Aðalheiður Lind Björnsdóttir
2. þrep:
1. Sæti - Lilja Björk Ólafsdóttir
2. sæti - Ingunn Eva Júlíusdóttir
3. sæti - Rakel Halldórsdóttir
Þrepameistarar:
2. þrep - Lilja Björk Ólafsdóttir
3. þrep - Sólný Sif Jóhannsdóttir
4. þrep - Alísa Rún Andrésdóttir
5. þrep - Eva María Davíðsdóttir
Keflavik.is