Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Úrslit kvöldsins í körfunni
Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu í Röstinni - mynd:karfan.is
Sunnudagur 22. mars 2015 kl. 21:08

Úrslit kvöldsins í körfunni

KR hótar sópinum - Stjarnan jafnaði gegn Njarðvík

Leikjum kvöldsins í 8 liða úrslitum Domino´s deildar karla er nú lokið þar sem að bæði Grindavík og Njarðvík biðu ósigur gegn KR og Stjörnunni.

Grindvíkingar naga sig eflaust í handabökin eftir leik kvöldsins þar sem að 14 stiga forysta þeirra eftir 3. leikhluta var étin upp til agna af reynslumiklu KR liði sem að hefur komið sér ansi þægilega stöðu í einvíginu með öðrum sigri sínum í röð. Lokatölur í Röstinni urðu 77-81. Staðan er þar með 2-0 í rimmunni og ljóst að Grindvíkingar munu róa lífróður sinn í DHL höllinni n.k. fimmtudagskvöld á meðan KR-ingar koma til með hóta sópinum góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rodney Alexander og Ólafur Ólafsson voru stigahæstir Grindvíkinga með 17 stig hvor.

Í Ásgarði mættust Stjarnan og Njarðvík í hörkuleik þar sem að liðin skiptust á að hafa forystuna allt fram í lok 4. leikhluta þar sem að Stjarnan sýndi örlítið meiri lífsvilja og kreisti fram þriggja stiga sigur, 89-86. Njarðvíkingar fengu tækifæri tilað jafna leikinn þremur sekúndum fyrir leikslok en þriggja stiga skottilraun Maciej Maginski var varin. Stjarnan jafnar þar með seríuna í 1-1 og nokkuð ljóst þykir að þetta einvígi hefur alla burði til að fara í fimm leiki.

Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík og skoraði 27 stig og þá skoraði Sefan Bonneau 20 stig.

Einvígið færist nú aftur til Njarðvíkur og er leikið þar n.k. fimmtudagskvöld.