ÚRSLIT Í EGGJABIKARNUM Í KÖRFU UM HELGINA Í KÓPAVOGI:
Verða Keflvíkingar stöðvaðir?Úrslit Eggjabikarsins ráðast um helgina. Úrslitaleikirnir, sem fara fram í Smáranum í Kópavogi, eru athyglisverðir. Topplið deildarinnar í dag Njarðvík, Grindavík og Tindastóll fá gott tækifæri munu reyna að taka Eggjabikarinn af Keflvíkingum sem eru eina liðið sem hefur unnið þessi verðlaun, eru taplausir í keppninni frá upphafi. Keflvíkingar hafa ekki náð að sýna sínar bestu hliðar það sem af er Íslandsmótinu en nokkuð víst að þeir munu leggja allt í sölurnar til að tryggja áframhaldandi sigurgöngu. Leikar hefjast kl. 15 með leik Keflvíkinga og Grindvíkinga en Tindastóll og Njarðvík leika strax á eftir.„Þetta verður hörkuleikur gegn Grindavík á laugardaginn“, segir Hjörtur Harðarson leikstjórnandi Keflvíkinga sem stjórnaði Grindvíkingum til eina Íslandsmeistaratitils félagsins 1998. „Þeir hafa leikið vel það sem af er mótinu og voru á mikilli siglingu fram að tapinu gegn KR um helgina. Við erum núverandi Eggjabikarmeistarar og stefnum að því að halda áfram sigurgöngunni en leikirnir eru orðnir 22 í röð.”Úrslitaleikur Eggjabikarsins fer fram á sunnudag kl. 15.