Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslit í 1. deild karla: Grindavík vann sinn 10 leik
Laugardagur 28. júlí 2007 kl. 00:19

Úrslit í 1. deild karla: Grindavík vann sinn 10 leik

Sigurganga Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu heldur áfram . Í kvöld unnu þeir góðan útisigur á Leikni Reykjavík með mörkum frá Paul McShane og Scott Ramsey.

 

Reynir S. átti ekki góðan dag gegn gestunum frá Vestmannaeyjum en þeir töpuðu 0-6. Atli Heimisson setti þrennu fyrir gestina og Pétur Runólfsson var með tvö mörk og Yngvi Borgþórsson setti eitt úr vítaspyrnu.

 

Eftir leiki kvöldsins í 1. deild situr Grindavík á toppnum með 32 stig eftir 13 leiki. Næsta lið er með 28 stig sem er Þróttur R. Njarðvík situr í níunda sæti með 12 stig en á leik til góða gegn KA sem fer fram á Akureyri í dag. Reynismenn sitja á botni deildarinnar með 7 stig.

 

VF-mynd/Jón Björn Ólafsson - [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024