Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslit helgarinnar í Lengjubikarnum
Kristján Guðmundsson les sínum mönnum pistilinn í hálfleik gegn Stjörnunni.
Sunnudagur 29. mars 2015 kl. 18:00

Úrslit helgarinnar í Lengjubikarnum

Fjölmargir leikir voru í Lengjubikarnum um helgina og voru 4 karlalið og 2 kvennalið frá Suðurnesjum í eldlínunni. 

Keflavík tók á móti Stjörnunni í Reykjaneshöllinni í A deild þar sem að daninn Jeppe Hansen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 0-2 sigri gestanna. Keflvíkingar ljúka því keppni með 7 stig og fara ekki áfram uppúr riðlinum en Keflvíkingar hafa ekki riðið feitum hesti í síðustu leikjum í mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Akraneshöllinni áttust við Grindavík og Fjarðarbyggð en liðin leika einnig í A deildinni. Austanmenn komust yfir á 10. mínútu og var allt útlit fyrir að þeir færu með öll stigin heim þar til að Jósef Kristinn Jósefsson bjargaði stigi fyrir Grindavík með marki á 94. mínútu.

Grindavík er með 7 stig og á enn eftir að spila einn leik en á ekki möguleika á því að komast uppúr riðlunum hvernig sem úrslitin verða.

Í B deild heimsóttu Víðismenn lið Berserkja heim og lentu í kröppum dansi á Víkingsvelli. Heimamenn komust í 4-0 áður en Helgi Þór Jónsson og Árni Gunnar Þorsteinsson löguðu stöðuna fyrir Víði á síðustu 10 mínútum leiksins. Lokatölur 4-2 og Víðir situr á botni riðilsins með 1 stig ásamt Reyni frá Sandgerði.

Í C deild kvenna unnu Grindavíkurstúlkur góðan 2-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í Akraneshöllinni. Guðrún Bentína Frímannsdóttir og Dröfn Einarsdóttir skoruðu mörk Grindavíkur sem að fara á topp riðilsins með sigrinum.

Keflavíkurstúlkur sóttu HK/Víking heim í Kórinn í C deild kvenna og biðu þar lægri hlut, 0-1. Keflavík er í 2. sæti með 3 stig í riðlinum eftir 2 umferðir. 

Að lokum unnu Njarðvíkingar góðan 2-0 sigur á Sindra frá Hornafirði í dag þar sem að Magnús Þór Magnússon skoraði bæði mörk Njarðvíkur sem að trónir á toppi riðils sína í B deildinni með 7 stig.