Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 18. apríl 2004 kl. 21:30

Úrslit helgarinnar í deildarbikarnum

Nokkrir leikir fóru fram í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu um helgina.

Á föstudag tapaði Grindavík stórt gegn Fylkismönnum, 1-4, í Egilshöll og eru nú í 5. sæti síns riðils, 4 stigum á eftir toppliði KA.

Á laugardag sigraði karlalið Keflavíkur FH 4-1 í Fífunni og eru efstir og taplausir og hafa tryggt sér toppsætið eftir riðlakeppnina. Zoran Ljubicic, Ingvi Guðmundsson, Ólafur Ívar Jónsson og Hörður Sveinsson skoruðu mörk Keflvíkinga.

Í dag tapaði svo kvennalið Keflavíkur fyrir liði Þórs/KA/KS, 3-4, í Reykjaneshöllinni í neðri deild deildarbikarkeppninnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024