Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslit framundan í Lengjubikarnum - Magnús í banni
Fimmtudagur 1. desember 2011 kl. 10:19

Úrslit framundan í Lengjubikarnum - Magnús í banni



Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands kom saman í vikunni og tók fyrir nokkur mál. Magnús Gunnarsson, stórskytta Keflvíkinga, fær einn leik í bann en honum var vikið úr húsi í leik gegn Snæfelli í Iceland Express-deildinni á dögunum. Magnús verður því í banni á morgun þegar Keflavík og Snæfell mætast í undanúrslitum Lengjubikars karla.

Í hinum undanúrslitaleiknum mæta Grindvíkingar Þór frá Þorlákshöfn en leikið verður í DHL-höllinni í Vesturbænum.

Grindavík-Þór hefst klukkan 18:30

Keflavík-Snæfell hefst klukkan 20:30


Leikið verður til úrslita á laugardeginum 3. desember og hefst sá leikur klukkan 16:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024