Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Úrslit frá Lengjubikarnum í gær
Mánudagur 3. mars 2008 kl. 12:23

Úrslit frá Lengjubikarnum í gær

Suðurnesjaliðin létu til sín taka í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gær en Njarðvíkingar mættu HK í Reykjaneshöll og gerðu liðin 1-1 jafntefli. Ísak Örn Þórðarson kom Njarðvíkingum í 1-0 á 51. mínútu leiksins en HK jöfnuðu metin á 70. mínútu og þannig lauk leiknum. Þetta var fyrsta stig Njarðvíkinga í Lengjubikarnum.

 

Grindvíkingar gerðu svo jafntefli gegn Selfyssingum í Reykjaenshöllinni í Lengjubikarnum í gær 1-1. Andri Steinn Birgisson jafnaði metin fyrir Grindavík á 33. mínútu leiksins og þar við sat.

 

Keflvíkingar skelltu síðan Stjörnunni 3-1 þar sem þeir Patrik Redo, Guðmundur Steinarsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Keflavíkur.

 

VF-Mynd/ Jón Örvar ArasonMarkaskorarar Keflavíkur í leiknum í gær. Frá vinstri, Patrik, Guðmundur og Jón.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024