Úrslit dagsins: Grindavík tapar stórt, Keflavík sigrar í Eyjum
Grindvíkingar biðu afhroð gegn FH á heimavelli sínum í dag er þeir töpuðu 1-5. Tryggvi Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir FH, en þeir BAldur Bett og Allan Borgvardt komust einnig á blað áður en Paul McShane minnkaði muninn fyrir heimamenn.
Í Vestmannaeyjum Sigruðu Keflvíkingar 2-3 og hefndu þar ófara síðasta árs þar sem úrslitin voru 4-0. Hörður Sveinsson kom Keflavík yfir, en Steingrímur Jóhannesson jafnaði skömmu síðar. Þá kom Guðmundur Steinarsson sínum mönnum yfir og Ingvi Rafn Guðmundsson bætti því þriðja við í seinni hálfleik. Andri Ólafsson minnkaði muninn á lokaspretttinum en sigur Keflavíkur var staðreynd.
Nánari umfjöllun og fleiri myndir innan tíðar...
VF-mynd/Mounir Andhour í glímu við Aðun Helgason