Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 4. apríl 2003 kl. 10:02

'URslit

Nú er það orðið ljóst að það verða Grindavík og Keflavík sem mætast í úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik. Grindavík lenti í hörku rimmu við Tindastól en sigraði að lokum 3-2. Keflvíkingar sópuðu hins vegar Njarðvík, 3-0 þvert á allar spár en menn höfðu verið duglegir við að spá þeim grænklæddu sigri í einvíginu. Búast má við hörkuleikjum milli Grindavíkur og Keflavíkur enda hafa leikir þessara liða í vetur boðið upp á allt sem góðir körfuboltaleikir þurfa; góðar varnir, góðar sóknir, spennu, sigurkörfu á lokasekúndu og margt fleira. Fyrsti leikurinn er kl. 16:00 á morgun, laugardag, og hefst einvígið í Grindavík en þeir hafa heimavallarréttinn.Grindvíkingar unnu báðar viðureignirnar í deildinni en Keflvíkingar unnu hins vegar úrslitaleikinn um Kjörísbikarinn. Jón Norðdal Hafsteinsson framherji Keflavíkurliðsins segist vera farinn að hlakka mikið til að takast á við nýtt verkefni eftir að hafa klárað einvígið við Njarðvík auðveldlega. „Einvígið við Njarðvík var mjög skemmtilegt eins og alltaf. Að vinn þá 3-0 kom mér svo sem ekkert á óvart, eftir fyrsta leikinn var ég vissum að við mundum taka þetta 3-0 en það kostaði svita og blóð“.

Voru þið að spila ykkar besta bolta í vetur?
„Já og nei. Mér finnst við eiga nóg inni en á köflum vorum við að spila mjög vel“.

Hvernig leggjast úrslitaviðureignirnar við UMFG í þig?
„Næsta sería gegn Grindavík leggst mjög vel í mig og þetta verða
hörkuleikir enda eru þeir með mjög gott lið. Til að vinna Grindavík verðum við að stoppa skytturnar þrjár Palla, Gulla og Helga Jónas og svo verðum við að halda Darrell Lewis niðri“.

Nú hefur þú ekki verið að spila eins mikið og í fyrra, finnst þér þitt hlutverk vera minna en áður?
„Það er enginn með lítið hlutverk í þessu liði og allir leikmenn hafa sitt hlutverk sem er vel skipulegt af Sigga þjálfara. Ábyrgðin á mér hefur hins vegar aðeins minnkað eftir að við fengum annan stóran leikmann. Ed Saunders hefur leikið vel og er hann búinn að hjálpa okkur mikið.

Ertu sáttur við eigin frammistöðu í úrslitakeppninni?
Já já, get ekki verið annað þar sem við erum komnir í úrslit. Maður hlýtur því að hafa skilað einhverjum árangri í úrslitunum hingað til.

Ætli þið ykkur titilinn aftur til Keflavíkur?
„Auðvita vinnum við þennan titil líka, en 3-0 skal ég ekki segja. Við erum hungraðir og eigum nóg inni. Ef við spilum eins og menn þá gæti þetta farið 3-0, en þetta verða hörkuleikir“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024