Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úr bakverði í markamaskínu
Helgi fagnar hér marki sínu gegn erkifjendunum í Reyni fyrr í sumar.
Miðvikudagur 6. júlí 2016 kl. 06:00

Úr bakverði í markamaskínu

Helgi Þór Jónsson hefur verið sjóðheitur með Víðismönnum það sem af er sumri í 3. deildinni í fótbolta. Hann hefur skoraði nánast í hverjum leik og eru mörkin þegar orðin átta talsins í jafn mörgum leikjum. Viðismenn eru gjörsamlega eldheitir þessa stundina og hafa unnið alla fimm deildarleiki sina til þessa.

Helgi er Víðismaður að upplagi en hefur þó leikið með 2. og 3. flokki hjá Keflavík síðustu ár. Hann leitaði aftur í heimahagana og varð leikmaður ársins hjá Víðisliðinu á síðasta tímabili. Það sem er merkilegt við það er að Helgi lék þá sem bakvörður hjá liðinu. Nú er hann orðinn framherji og kann heldur betur við sig á þeim slóðum. „Ég veit ekki hver er mín staða, ég hef verið út um allan völl,“ segir þessi 21 árs gamli leikmaður. Helgi segist vera búinn að finna sína stöðu frammi og þar kemur hann til með að leika framvegis að eigin sögn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fer í háskólaboltann í haust

Víðismaðurinn hyggst leggja land undir fót og hefja hákskólanám í Bandaríkjunm næsta haust. Helgi mun þar leika fótbolta og nema við Campbell University í Norður Karolínu fylki, en skólinn er í efstu deild háskólaboltans. „Þetta er mjög spennandi og markmiðið er að setja nokkur mörk í háskólaboltanum í vetur,“ segir markaskorarinn ungi sem þó nær líklega ekki að klára tímabilið með Víðismönnum. „Við stefnum klárlega að því að komast upp um deild. Það er gaman af því hvað það er mikið af heimamönnum í liðinu,“ bætir hann við.

Víðismenn hafa farið gríðarlega vel af stað eins og áður segir og það er stemning í hópnum. „Þetta er hörku hópur. Það er samkeppni um allar stöður og menn eru því á tánum,“ segir Helgi.