Uppskeruhátíð yngri flokka kkd UMFN í dag
Uppskeruhátíð yngri flokka kkd UMFN fer fram á í dag, 7. maí. Hátíðin hefst klukkan 18.00 og fer fram í íþróttamiðstöð Njarðvíkur.
Dagskráin er hefðbundin þar sem farið verður yfir árangur vetrarins og veittar viðurkenningar til þeirra einstaklinga sem þóttu skara framúr auk þess sem allir leikmenn í minnibolta 9 ára og yngri fá viðurkenningu fyrir þátttökuna í vetur. Hápunkturinn er svo útnefning á Elfarsbikar, sem er veittur efnilegasta leikmanni yngri flokka félagsins.
Unglingaráð hvetur foreldra til að fjölmenna með iðkendum félagsins en boðið verður upp á kökur og kaffi, sem og pizzur og svaladrykk.