Uppskeruhátíð UMFN á morgun
Uppskeruhátíð Körfuknattleiksdeildar UMFN verður haldin í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur á morgun. Hátíðin hefst kl 18.00 og hvetjum við alla iðkendur okkar sem og foreldra til að fjölmenna.
Veittar verða einstaklingsviðurkenningar og Elfarsbikarinn verður afhentur, en hann er afhentur efnilegasta leikmanni deildarinnar. Boðið verður upp á veitingar fyrir fullorðna fólkið og krakkarnir fá allir glaðning.
Þeir krakkar sem unnu til titla í vetur eru beðnir um að koma með verðlaunapeninga með sér þar sem að myndataka hjá þeim hópum fer fram að hátíð lokinni.