Uppskeruhátíð njarðvískra knattspyrnukappa á morgun
Uppskeruhátið meistaraflokks Njarðvíkur fer fram í Félagsheimilinu Stapa næsta laugardag 14. september. Boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð ásamt desert og á eftir verður haldinn dansleikur með hljómsveitinni Stuðbandalaginu úr Borgarnesi. Heimatilbúin skemmtiatriði ásamt venjulegri verðlaunaafhendingu fyrir keppnistímabilið. Tilvalið fyrir alla stuðningsmenn og velunnara að mæta og fagna með okkur góðu og árangursríku keppnistímabili.Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 21.00, dansleikurinn hefst svo kl. 23 og stendur til kl. 03.00. Verð á uppskeruhátíðina og dansleikinn er kr. 3.000.- /dansleikur kr. 1.500.- Miðar verða seldir í Vallarhúsinu fimmtudag og föstudag frá kl. 20.00-22.00 einnig í Stapanum fyrir dansleikinn á laugardagskvöldið.