Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Upphitaður grasvöllur Keflavíkur grænn þrátt fyrir kalsatíð
Þriðjudagur 19. apríl 2011 kl. 17:20

Upphitaður grasvöllur Keflavíkur grænn þrátt fyrir kalsatíð

-segir Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins

„Ástandið á vellinum er bara svona þokkalegt,“ sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri nýja grasvallarins í Keflavík sem ber nafn Nettó verslunarinnar en fyrsti leikur Keflavíkur í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á heimavelli er 2. maí gegn Stjörnunni og vonast Sævar eftir að veðurguðirnir fari að verða skemmtilegri.

„Tíðarfar er ekki búið að vera okkur í hag svo þetta er tæpt en ef við miðum við aðra velli, þá er okkar völlur í fínu standi. Ef það fer að hlýna næstu daga á hann eftir að taka vel við sér en hann er kominn vel á veg. Upphitunin undir vellinum hefur sitt að segja og uppbyggingin á undirlaginu einnig. Við höfum hitað völlinn frá byrjun apríl en við erum enn að prófa okkur áfram í þessu. Það skýrist betur eftir tímabilið hvernig okkur hefur tekist með þessar nýju græjur, þá sjáum við árangurinn. Miðað við græna litinn sem er kominn á völlinn núna, þá sér fólk að við erum nokkrum skrefum á undan öðrum völlum. Við trúum því og treystum að hann verði tilbúinn fyrir fyrsta leik,“ sagði Sævar bjartsýnn á sumarið.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024