Upphaf knattspyrnusumarsins 2021
Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út upphaf knattspyrnumóta sumarsins en ný leikjadagskrá Mjólkurbikars og Pepsi Max-deilda verður kynnt föstudaginn 16. apríl
Keppni í Mjólkurbikar karla hefst 23. apríl og verður fyrsta umferðin leikin dagana 23.–25. apríl, önnur umferð verður leikin 30. apríl til 3. maí. Aðalkeppnin hefst svo í júní.
Fyrsta umferð Pepsi Max-deildar karla verður leikin dagana 30. apríl til 2. maí.